miðvikudagur, ágúst 31, 2005

Nú bara verð ég að blogga smá fyrir hana Siggu Gísla eða á maður að segja Siggu hans Smára :o) En hún er ss orðin aðþrengd eiginkona í oslo sem hefur ekkert betra við sinn tíma að gera en að röfla í mér hvort ég ættli ekkert að fara að blogga. Svo nú ættla ég að kæta hennar litla hjarta á þessum skítaveðurs degi og setja inn eins og eina færslu. Þó ég hafi nú ekki neitt merkilegt að segja, aðallega það að ég verð hér á Ísafirði út september og hef ég þá verið hér síðan í endaðan apríl, sem gerir 5 mánuði og ég held bara að ég hafi ekki stoppað svona lengi hér síðan ég fór til danmerkur, hvenær sem það nú var. En svo vantar mig smá hjálp, hef ekki hugmynd um hvað ég á að gera í oktober!!! Ef einhver er með góðar hugmyndir endilega let me know. Er mikið búin að vera kíkja á skóla núna síðustu vikur en bara get ekki ákveðið hvað mig langar að læra. Er búin að finna flottan skóla í frábæru umhverfi með fínan kúrs en hann er í Nýja Sjálandi og kostar gommu af peningum. Veit ekki hvort mig langar að vera í NS í 4 ár, er svo helv langt í burtu og svo vitum við jú öll að kiwis eru furðulegt fólk :o) En ég er líka búin að bíta í mig að mig langar að læra í Vancouver í Canada, lítur út fyrir að vera svo flott borg, við ströndina en stutt upp í fjöll. Ekki heyrt neitt nema gott um hana og er bara búin að ákveða að þarna langar mig að læra, problemið er að ég finn bara ekki kúrs eða skóla sem ég fíla, en það hlítur að leynast e-ð þarna þarf bara að leita betur.
Ég er ss nánast búin að ákveða að fara í skóla á næsta ári og er þetta MJÖG stórt skref og framför við að fullorðnast hjá mér, eiginlega frekar skerí en kanski komin tími til!!! Þess vegna vantar mig e-ð skemtilegt og flott til að gera í vetur, helst langar mig til indlands, ástralíu og upp í alpa að leika mér á bretti, en er ekki viss hvort peningar og tíma leifi það.
Jæja Sigga mín vona að þú sért ánægð með þetta og nú er eins gott þú kommentir og segjir mér einhverjar sögur.
Allir líka að koma m hugmyndir að ferðalagi eða vinnu f mig.


sagði Birna at 08:53

|

{xoxo}






Um mig
Ekki mikið um mig að segja
Er stödd í Vancouver, Kanada núna og mun eyða næsta árinu hér í að nema mannfræði, kynnast kanadamönnum og leika mér í fjöllunum hér í kring.


myndir

mBloggið mitt

indlands myndirlinkur inn a myndirnar hans hauks


enska bloggið mitt
elín
fía&sirrý
ed
gamalt og gott já ég þarf bara að taka í sellu svo fer þetta í gang :o)
kela kúl
arna vigdís
linda
halla
elísa+snúlla
svanhvít+bumba
1981
ásta maría
salka
halldóra
brynja mar
sella
fia


ferdabloggid okkar
bókhlaðan
bb
bloggari
snilld


skoða
kvitta




júní 2004júlí 2004ágúst 2004september 2004október 2004nóvember 2004desember 2004janúar 2005febrúar 2005mars 2005apríl 2005júní 2005ágúst 2005september 2005október 2005nóvember 2005desember 2005janúar 2006maí 2006júní 2006júlí 2006ágúst 2006september 2006október 2006desember 2006ágúst 2007september 2007október 2007nóvember 2007desember 2007janúar 2008mars 2008apríl 2008maí 2008